Um okkur
Minjagripir.is var stofnað árið 2019 með það markmið að hanna og selja hágæða minjagripi fyrir verslanir í ferðamannaiðnaðinum á Íslandi. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval minjagripa, allt frá lyklakippum, seglum, styttum, fatnaði, bollum, glösum, skotglösum, jólavörum og fleira. Auk þess bjóðum við sérhannaðar vörur sem henta einstökum þörfum viðskiptavina okkar.
Aðal markmið okkar er að bjóða upp á samkeppnishæf verð og framúrskarandi varning, með góðri þjónustu og sanngjörnu verði sem grunnstoðum. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu og lítum á þá sem framlengingu af okkur sjálfum. Þess vegna er okkur mikilvægt að láta frá okkur vandaðar vörur og veita alla þá þjónustu sem þarf.
Við höfum verið í góðum samskiptum við birgja okkar erlendis og heimsótt verksmiðjur þeirra til að tryggja að varan okkar sé framleidd við bestu mögulegu aðstæður. Við leggjum mikla áherslu á að eiga í viðskiptum við framleiðendur í Asíu sem veita starfsfólki sínu sanngjörn laun og bjóða upp á góða vinnuaðstöðu.
Við höfum reynslu af því að þjóna stórum sem litlum viðskiptavinum.
Minjagripir.is er staðsett í Reykjavík, en við getum þjónustað viðskiptavini um allt land. Ef þú ert í rekstri tengt ferðaþjónustu og vilt bæta við fallegum og gæðamiklum minjagripum í vörulínuna þína, þá ertu á rétta staðnum. Ekki hika við að heyra í okkur.
Kveðja,
Minjagripir.is